| 1a) | Sjóðurinn heitir Verkefnasjóður ÍF og er stofnaður af stjórn ÍF með stofnframlagi að upphæð kr. 1.000.000.- Stofnframlagið samanstendur auk framlags stjórnar ÍF af ógreiddri eldri úthlutun til óvirkra aðildarfélaga ÍF. |
| 1b) | Tekjur sjóðsins eru:
| | i. | Árleg fjárveiting samkvæmt ákvörðun stórnar ÍF |
| | ii. | Ósóttar lottógreiðslur óvirkra aðildarfélaga samkvæmt 50% úthlutunarreglunni |
| | iii. | Frjáls framlög og söfnunarfé |
| | iv. | Vaxtatekjur |
|
| 1c) | Formaður og gjaldkeri fara með stjórn Verkefnasjóðs ÍF og gera þeir tillögur um úthlutun til stjórnar ÍF, eftir umsóknum sem berast til sjóðsins. |
| 1d) | Umsóknir í Verkefnasjóð skulu berast stjórn sjóðsins a.m.k. tveimur vikum fyrir stjórnarfundi ÍF. |
| 1e) | Umsóknum í Verkefnasjóð skal fylgja fjárhagsáætlun yfir það verkefni sem sótt er um styrk til, og eftir atviku reikningar og áætlanir. |